Norður ♠ K7 ♥ 106532 ♦ KG52 ♣ D4 Vestur ♠ DG104 ♥ 4 ♦ 963 ♣ KG1062 Austur ♠ 9852 ♥ KD ♦ D108 ♣ Á985 Suður ♠ Á63 ♥ ÁG987 ♦ Á74 ♣ 73 Suður spilar 4♥

Norður

♠ K7

♥ 106532

♦ KG52

♣ D4

Vestur

♠ DG104

♥ 4

♦ 963

♣ KG1062

Austur

♠ 9852

♥ KD

♦ D108

♣ Á985

Suður

♠ Á63

♥ ÁG987

♦ Á74

♣ 73

Suður spilar 4♥.

Laufaliturinn í spilinu að ofan lætur lítið yfir sér en í raun ræður úrslitum hvernig sagnhafi spilar úr honum.

Vestur spilar út ♠D. Í fljótu bragði virðist svíning fyrir ♦D þurfa að ganga en við nánari athugun sést að hugsanlega er hægt að endaspila austur þannig að hann þurfi að spila sagnhafa í hag.

En þá gengur ekki að stinga upp spaðakóng í borði og spila laufi. Vestur kemst inn á ♣10 og spilar tígli og síðan aftur tígli inni á ♣K.

Fyrsta laufið verður að koma frá suðri. Sagnhafi tekur kóng og ás í spaða og spilar laufi að drottningingunni. Eins og spilið er tryggir þessi spilamennska að vestur kemst aðeins einu sinni inn til að spila tígli og sagnhafi drepur þá heima á ♦Á, trompar spaða, tekur ♥Á og spilar sig út á ♣D. Og austur verður að spila tígli frá drottningunni.