— Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Hljómsveitin Hvanndalsbræður sló á laugardagskvöld upp jóla- og áramótaballi á Verkstæðinu við Strandgötu á Akureyri, þar sem gamli Oddvitinn var. Með ballinu vildi hljómsveitin kveðja árið með stæl

Hljómsveitin Hvanndalsbræður sló á laugardagskvöld upp jóla- og áramótaballi á Verkstæðinu við Strandgötu á Akureyri, þar sem gamli Oddvitinn var. Með ballinu vildi hljómsveitin kveðja árið með stæl.

Vel var mætt á Verkstæðið en á milli tvö og þrjú hundruð manns skemmtu sér vel í góðri stemningu og sagði einn ballgesturinn greinilegt að fólk hefði þyrst í alvöruball eftir tónleikatíðina í desember.

Ungir sem aldnir gestir skemmtu sér, þeir yngstu 25 ára, sem var aldurstakmarkið, og þeir elstu í kringum sextugt.

Dansgólfið var fullt, fólk söng hástöfum með og glæsileg tilþrif sáust á Verkstæðisgólfinu.