Logi Hrafn Róbertsson
Logi Hrafn Róbertsson
Knattspyrnumaðurinn Logi Hrafn Róbertsson gerði samning við króatíska félagið NK Istra 1961 á Þorláksmessu. Logi kemur til Istra frá uppeldisfélagi sínu FH, þar sem hann hefur leikið allan ferilinn til þessa

Knattspyrnumaðurinn Logi Hrafn Róbertsson gerði samning við króatíska félagið NK Istra 1961 á Þorláksmessu. Logi kemur til Istra frá uppeldisfélagi sínu FH, þar sem hann hefur leikið allan ferilinn til þessa. Samningur Loga við króatíska félagið gildir til sumarsins 2028.

„Þetta kom fyrst upp í sumar á miðju tímabili heima. Ég frétti þá af áhuga þeirra og við funduðum saman. Þeir fylgdust vel með mér og vildu fá mig en ég var ekki alveg viss.

Ég kláraði tímabilið með FH og við héldum áfram að vera í sambandi. Ég kíkti svo út, var mjög hrifinn af þessu og ákvað að taka slaginn. Ég er tilbúinn í þetta skref,“ sagði Logi, sem hefur leikið einn A-landsleik, m.a. í samtali við Morgunblaðið. » 27