Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og Nóbelsverðlaunahafi, lést á heimili sínu í gær, hundrað ára að aldri.
Carter var kjörinn forseti árið 1976 og sat eitt kjörtímabil. Áður hafði hann gegnt embætti ríkisstjóra Georgíu. Árið 2002 hlaut hann friðarverðlaun Nóbels fyrir framlag sitt til mannréttinda.
Sonur Carters staðfesti andlátið við New York Times en gaf ekki upp dánarorsök. Carter hafði háð margra ára baráttu við húðkrabbamein. Í yfirlýsingu frá fjölskyldunni í febrúar kom fram að forsetinn fyrrverandi myndi ekki fara í fleiri meðferðir heldur dvelja heima með fjölskyldu sinni þar sem hugsað yrði um hann.
Carter varð hundrað ára í október á þessu ári og er eini fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem hefur náð þeim áfanga.