— AFP/Giorgi Arjevanidze
Þúsund­ir Georgíu­manna, sumir með rauð spjöld á lofti, mót­mæltu í höfuðborg­inni Tíbl­isi í gær þegar Mik­heil Kavelashvili, nýr for­seti lands­ins og fyrr­ver­andi þingmaður fyr­ir Georgíska draum­inn, var sett­ur í embætti

Þúsund­ir Georgíu­manna, sumir með rauð spjöld á lofti, mót­mæltu í höfuðborg­inni Tíbl­isi í gær þegar Mik­heil Kavelashvili, nýr for­seti lands­ins og fyrr­ver­andi þingmaður fyr­ir Georgíska draum­inn, var sett­ur í embætti. Salome Zoura­bichvili frá­far­andi for­seti seg­ir nýja for­set­ann ólög­mæt­an. Evr­ópu­sam­bandið og stjórn­ar­andstaðan í Georgíu hafa dregið rétt­mæti kosn­ing­anna í efa og stjórnarflokkurinn verið sakaður um kosningasvindl. Evr­ópuþingið kallar eft­ir því að kosn­ing­arn­ar verði end­ur­tekn­ar.

Kavelashvili ávarpaði fjöl­miðla eft­ir embættis­tök­una þar sem hann sagðist vera for­seti allra „óháð því hvort fólk er hrifið af mér eða ekki“. Sagði hann mik­il­vægt að Georgíu­menn sam­einuðust um sam­eig­in­leg gildi og bæru virðingu hver fyr­ir öðrum.