Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar og fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra og hefur þegar hafið störf
Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar og fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra og hefur þegar hafið störf. Þetta staðfestir hann í samtali við Morgunblaðið. Kveðst Jón spenntur fyrir verkefninu en þeir Daði þekkjast vel og hafa unnið töluvert saman í gegnum flokksstarf Viðreisnar.
Jón Steindór sat á Alþingi frá 2016-2021 fyrir Viðreisn og var m.a. formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar árið 2017.