Aldís Ásta Heimisdóttir átti góðan leik í stórsigri Skara á Skövde, 36:22, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í Skvöde í gærkvöldi. Aldís Ásta var fjórða markahæst í sterku liði Skara en hún skoraði fjögur mörk
Aldís Ásta Heimisdóttir átti góðan leik í stórsigri Skara á Skövde, 36:22, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í Skvöde í gærkvöldi. Aldís Ásta var fjórða markahæst í sterku liði Skara en hún skoraði fjögur mörk. Mest skoraði Melanie Felber eða tíu. Eftir ellefu leiki er Skara í fjórða sæti deildarinnar með tólf stig. Á toppnum er Skuru með 19 stig, átta stigum meira en Íslendingaliðið. Skövde er aftur á móti á botni sænsku deildarinnar með þrjú stig.