Norður
♠ KD83
♥ 102
♦ KD103
♣ 853
Vestur
♠ G62
♥ K63
♦ 85
♣ DG962
Austur
♠ 10754
♥ DG84
♦ Á762
♣ 4
Suður
♠ Á9
♥ Á975
♦ G94
♣ ÁK107
Suður spilar 3G.
Í árlegu jólamóti Bridgefélags Hafnarfjarðar um síðustu helgi stóðu Matthías Imsland og Ólafur Steinason uppi sem sigurvegarar. Ragnar Magnússon og Guðjón Sigurjónsson voru í 2. sæti og Ólafur Þór Jóhannsson og Pétur Sigurðsson í því þriðja.
Í þessu spili úr næstsíðustu umferð mótsins fengu tvö efstu pörin gott skor. Þar sem Ragnar og Guðjón sátu AV var lokasamningurinn 3G í NS eins og við nær öll borðin. Út kom ♣D og eftir nákvæma vörn endaði sagnhafi með níu slagi sem gaf AV 78% skor.
En Matthías og Ólafur gerðu betur. Ólafur var sagnhafi í 3G í suður eftir að hafa opnað á 1G og sagt frá 4-lit í hjarta. Út kom ♣D sem Ólafur leyfði að halda slag. Vestur spilaði áfram laufi og þá var 10. slagurinn mættur. Þegar austur henti spaða frá 4-litnum urðu slagirnir 11 og 90% skor til NS.