Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri í Skagafirði orti nú á aðventunni: Þá lægst er sólin ljúft ég bið og legg í kveðju hlýja. Að jólin ykkur færi frið og farsæld árið nýja. Því fylgi aukin fiskigengd, frjósemi til sveita

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri í Skagafirði orti nú á aðventunni:

Þá lægst er sólin ljúft ég bið

og legg í kveðju hlýja.

Að jólin ykkur færi frið

og farsæld árið nýja.

Því fylgi aukin fiskigengd,

frjósemi til sveita.

Barnalán í bráð og lengd

og blessun föruneyta.

Eyþór Árnason frá Uppsölum í Blönduhlíð í Skagafirði sendi vinum sínum á Facebook ítarlegt fréttabréf núna á aðventunni og þar gat að sjálfsögðu að líta kveðskap. Fréttabréfið hófst svona:

Ég kúri sem köttur á grein

og klóra' í þann helga stein

sem sestur víst er í

það er pínu skerí

en loppan er skínandi hrein.

Jón Jens Kristjánsson fylgdist með fréttum þar sem farið var á líkamsræktarstöð og fólk var í óðaönn að ná af sér jólasteikinni.

Það er rokið í ræktin' um jólin

og rifið í æfingatólin

silast ég hef

sex, átta skref

úr sófanum yfir í stólinn.

Hann uppsker verðskuldað hrós hjá Pétri Stefánssyni:

Gerir í að gleðja mann,

grínast oft og spaugar.

Jón Jens vísnakarlinn kann

að kitla hláturtaugar.

Steindór Tómasson yrkir í árslok:

Dögum líðandi ársins nú óðum
fækkar,

árlegar verðbreytur á okkur dynja
af krafti.

Áfengi, tóbak og auðvitað rafmagn
hækkar,

almenningur borgar og grjótheldur
kjafti.

Þá Þorgeir Magnússon:

Árið loks til enda braust

aðeins vegna þess að

vetur, sumar vor og haust

var það af guði blessað.

Það bar helst til tíðinda að Kirkjugarðar Reykjavíkur vöruðu við fljúgandi hálku. Halldóri Guðlaugssyni varð að orði:

Veðráttan hentar varla sauðum,

vindur og él með byljum hörðum,

fjallvegir teppast og fólk í nauðum

en fljúgandi hálka í kirkjugörðum.

¶Út um allar trissur týnist sauður,¶takmörk hvað þú lengi uppi stendur.¶Einn nú féll um annan sem var dauður,¶ekki vitað hvert hann verður sendur.¶Magnús Halldórsson kastar fram um kunna kerlingu:¶Grýla' er orðin gamalt skar,¶sem gerir fátt á jólum.¶Af því bilun einhver var¶í öllum hennar rólum.¶Ágústa Ósk Jónsdóttir hefur engar áhyggjur af því:¶Enginn þarf að fara í fýlu¶fáir reka upp kvein¶af því við trúum ekki á Grýlu¶eða jólasvein.¶Að síðustu Gunnar J. Straumland:¶Í hangikjötshásuðukófi¶ég held mig á matgræðgisrófi,¶endalaust ét¶eins og ég get¶því alltaf er hóf best í hófi.¶Allar kveðjur og ábendingar vel þegnar, ekki síst í bundnu máli.