— AFP/Saul Loeb
Joe Biden forseti Bandaríkjanna minntist forvera síns í embætti, Jimmys Carters, með hlýhug í ávarpi sem sjónvarpað var frá hóteli í Christiansted á Bandarísku Jómfrúaeyjum. Carter, sem var 39. forseti Bandaríkjanna og Nóbelsverðlaunahafi, lést á sunnudag

Joe Biden forseti Bandaríkjanna minntist forvera síns í embætti, Jimmys Carters, með hlýhug í ávarpi sem sjónvarpað var frá hóteli í Christiansted á Bandarísku Jómfrúaeyjum.

Carter, sem var 39. forseti Bandaríkjanna og Nóbelsverðlaunahafi, lést á sunnudag. Carter varð hundrað ára í október á þessu ári og var eini fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem náði þeim áfanga.

Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa minnst hans frá því að fregnirnar bárust á sunnudagskvöld.

„Hann lifði lífi sem ekki verður dæmt af orðum hans, heldur gjörðum,“ sagði Bandaríkjaforsetinn um Carter.

Biden lýsti Carter bæði sem fyrirmynd og vini. Sagði forsetinn Bandaríkin og heiminn allan hafa misst stórmerkilegan leiðtoga.