Hulda Clara Gestsdóttir og Gunnlaugur Árni Sveinsson, bæði úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, voru valin kylfingar ársins 2024 af Golfsambandi Íslands. Þau náðu bæði góðum árangri með sínum háskólum í Bandaríkjunum og þar vann Gunnlaugur m.a
Hulda Clara Gestsdóttir og Gunnlaugur Árni Sveinsson, bæði úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, voru valin kylfingar ársins 2024 af Golfsambandi Íslands. Þau náðu bæði góðum árangri með sínum háskólum í Bandaríkjunum og þar vann Gunnlaugur m.a. sterkt mót í haust. Hulda varð Íslandsmeistari kvenna í höggleik. Bæði hækkuðu sig um mörg hundruð sæti á heimslista áhugamanna á árinu og eru þar í 188. og 118. sæti.