Norður ♠ K ♥ ÁG10 ♦ ÁG743 ♣ 9742 Vestur ♠ 432 ♥ 87632 ♦ 52 ♣ D65 Austur ♠ ÁG9876 ♥ 64 ♦ D6 ♣ AKG Suður ♠ D105 ♥ KD9 ♦ K1098 ♣ 1083 Suður spilar 3G

Norður

♠ K

♥ ÁG10

♦ ÁG743

♣ 9742

Vestur

♠ 432

♥ 87632

♦ 52

♣ D65

Austur

♠ ÁG9876

♥ 64

♦ D6

♣ AKG

Suður

♠ D105

♥ KD9

♦ K1098

♣ 1083

Suður spilar 3G.

Sigurvegararnir í jólamóti Bridgefélags Hafnarfjarðar, Ólafur Steinason og Matthías Imsland, voru þeir einu sem komust í geim í spilinu hér að ofan. Samanlagðir punktar á höndum NS eru enda ekki nema 23 en spilin liggja vel saman.

Ólafur byrjaði á 1♦ í norður, austur sagði 1♠ og Matthías doblaði til úttektar. Ólafur sagði þá 2♣, Matthías 2G og Ólafur lyfti í 3G.

Vestur spilaði út spaða sem austur drap með ás. Vörnin tók næst þrjá slagi á lauf og skipti yfir í hjarta sem Matthías drap og tók tvo efstu í tígli. Þegar drottningin datt hjá austri átti Matthías níu slagi, 400 í NS og hreinn toppur til sigurvegaranna.

Við nær öll önnur borð spiluðu NS tígulbút eða AV spaðabút og næstbesta skorið í NS var fyrir að taka 3♠ doblaða tvo niður sem gaf 300.