Kór Karlakórinn Heimir ásamt Jóni Þorsteini Reynissyni söngstjóra og Alexander Smára Edelstein undirleikara.
Kór Karlakórinn Heimir ásamt Jóni Þorsteini Reynissyni söngstjóra og Alexander Smára Edelstein undirleikara. — Ljósmynd/Gunnhildur Gísladóttir
„Þetta fór býsna vel og þeir sárafáu miðar sem var skilað eftir frestunina fóru allir út aftur, svo það var troðfullt hús,“ segir Atli Gunnar Arnórsson, formaður Karlakórsins Heimis í Skagafirði, en kórinn varð að fresta áramótatónleikum …

„Þetta fór býsna vel og þeir sárafáu miðar sem var skilað eftir frestunina fóru allir út aftur, svo það var troðfullt hús,“ segir Atli Gunnar Arnórsson, formaður Karlakórsins Heimis í Skagafirði, en kórinn varð að fresta áramótatónleikum sínum í Miðgarði um sólarhring vegna óveðurs og ófærðar sem skall skyndilega á um miðjan dag sl. laugardag.

Þegar útlit var fyrir að hvorki kórmenn né gestir kæmust í Miðgarð var ákveðið að fresta tónleikunum og fóru þeir fram sunnudagskvöldið 29. desember, fyrir fullu húsi líkt og Atli Gunnar nefnir.

Einsöngvarar á tónleikunum voru Þóra Einarsdóttir sópran og Snorri Snorrason tenór, sem einnig syngur í kórnum. Stjórnandi kórsins er Jón Þorsteinn Reynisson og voru þetta hans fyrstu áramótatónleikar með Heimi eftir að hann tók formlega við kórnum í febrúar 2024. Þá tók einnig við nýr undirleikari, Alexander Smári Edelstein.