Reykjavíkurhöfn Frá aðgerðum viðbragðsaðila við höfnina á gamlársdag.
Reykjavíkurhöfn Frá aðgerðum viðbragðsaðila við höfnina á gamlársdag.
Ökumaður bifreiðar sem hafnaði í sjónum við Reykjavíkurhöfn á gamlársdag liggur á sjúkrahúsi. Ástand hans er mjög alvarlegt, að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var einn í bifreiðinni

Ökumaður bifreiðar sem hafnaði í sjónum við Reykjavíkurhöfn á gamlársdag liggur á sjúkrahúsi. Ástand hans er mjög alvarlegt, að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn var einn í bifreiðinni. Kafarar frá slökkviliðinu fundu manninn og náðu að koma honum upp úr sjónum en þá var hann meðvitundarlaus. Endurlífgunartilraunir hófust strax og var hann fluttur á Landspítalann.

Mikill viðbúnaður var við Reykjavíkurhöfn um tvöleytið á gamlársdag og var fólki meinaður aðgangur að henni á meðan viðbragðsaðilar voru að störfum, að sögn sjón­ar­votts. Þá hafi verið sex sjúkrabílar, tveir slökkviliðsbíl­ar og tölu­verður fjöldi lög­reglu­bíla við höfn­ina. Að auki hafi tveir björg­un­ar­bát­ar verið á svæðinu.

Í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom fram að rannsókn væri hafin og að hún væri á frumstigi. Ekki yrðu veittar frekari upplýsingar um málið að sinni.