Málið er til rannsóknar.
Málið er til rannsóknar.
Maðurinn sem grunaður er um að hafa ekið pallbíl inn í fjölmennan hóp fólks í New Orleans á nýársnótt, með þeim afleiðingum að tíu létust og 36 særðust, hét Shamsud Din Jabbar og var 42 ára bandarískur ríkisborgari

Sonja Sif Þórólfsdóttir

sonja@mbl.is

Maðurinn sem grunaður er um að hafa ekið pallbíl inn í fjölmennan hóp fólks í New Orleans á nýársnótt, með þeim afleiðingum að tíu létust og 36 særðust, hét Shamsud Din Jabbar og var 42 ára bandarískur ríkisborgari. Í kjölfar árásarinnar skaut hann á og særði lögreglumenn en í framhaldinu féll hann fyrir kúlum lögreglunnar. Ekkert hefur verið gefið upp um ástæður árásarinnar en í fjölmiðlum vestra hefur komið fram að fáni Ríkis íslams hafi verið á bílnum.

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar árásina sem hryðjuverk og hugsanleg tengsl Jabbars við erlend hryðjuverkasamtök, þar á meðal Ríki íslams. Árásin átti sér stað á Bourboun-stræti í franska hluta New Orleans klukkan korter yfir þrjú að staðartíma. Fjöldi fólks var samankominn á götum úti til að taka á móti nýja árinu.

Yfirlögregluþjónn í borginni sagði að Jabbar hefði ekið á miklum hraða inn í götuna og virst ætla að valda sem mestum skaða og aka á sem flesta.