Brot Guðrún varð Evrópumeistari með Íslandi í október síðastliðnum.
Brot Guðrún varð Evrópumeistari með Íslandi í október síðastliðnum. — Ljósmynd/FSÍ
Guðrún Edda Sigurðardóttir, landsliðskona í hópfimleikum, braut hryggjarlið í hálsi á æfingu á dögunum. Guðrún tilkynnti þetta á Instagram en hún skipti nýverið úr Gerplu yfir í Stjörnuna. Guðrún varð Evrópumeistari með íslenska kvennalandsliðinu í Bakú í Aserbaísjan í október

Guðrún Edda Sigurðardóttir, landsliðskona í hópfimleikum, braut hryggjarlið í hálsi á æfingu á dögunum. Guðrún tilkynnti þetta á Instagram en hún skipti nýverið úr Gerplu yfir í Stjörnuna. Guðrún varð Evrópumeistari með íslenska kvennalandsliðinu í Bakú í Aserbaísjan í október. „Árið 2024 endaði ekkert rosalega vel þar sem ég braut hryggjarlið í hálsinum á æfingu. Krefjandi tímabil fram undan en spennt að komast aftur á fullt,“ skrifaði Guðrún.