— Colourbox
Líkamsræktarstöðvar hafa fundið fyrir aukinni aðsókn strax í upphafi árs. Starfsmaður líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar staðfestir að fjórir hafi beðið í röð við opnun 2. janúar en bendir á að hann búist við að fólk byrji af krafti í dag eða á mánudag

Líkamsræktarstöðvar hafa fundið fyrir aukinni aðsókn strax í upphafi árs. Starfsmaður líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar staðfestir að fjórir hafi beðið í röð við opnun 2. janúar en bendir á að hann búist við að fólk byrji af krafti í dag eða á mánudag. Starfsmaðurinn bætir við að aðsóknin minnki oft um helming í febrúar þegar nýársspenningurinn dvíni. Bolli Már þáttarstjórnandi ætlar þó að mæta vel í ræktina árið 2025. Það áramótaheit var staðfest í beinni útsendingu í gær.

Hlustaðu á hljóðbrotið K100.is.