Knattspyrnumaðurinn ungi Gísli Gottskálk Þórðarson er eftirsóttur í Póllandi og hafa Lech Poznan og Rakow bæði lagt fram tilboð í miðjumanninn. Þá hefur hann einnig verið orðaður við Legia frá Varsjá
Knattspyrnumaðurinn ungi Gísli Gottskálk Þórðarson er eftirsóttur í Póllandi og hafa Lech Poznan og Rakow bæði lagt fram tilboð í miðjumanninn. Þá hefur hann einnig verið orðaður við Legia frá Varsjá. Víkingur hafnaði báðum tilboðum pólsku félaganna. Przeglad Sportowy greinir frá. Pólski miðilinn segir sænska félagið Hammarby einnig hafa áhuga á Gísla, sem og félög frá Danmörku og Noregi. Leikmaðurinn er enn aðeins tvítugur.