Norður ♠ Á872 ♥ K102 ♦ – ♣ ÁKD1083 Vestur ♠ 4 ♥ D8754 ♦ ÁK743 ♣ G5 Austur ♠ DG5 ♥ G96 ♦ DG92 ♣ 642 Suður ♠ K10963 ♥ Á3 ♦ 10865 ♣ 97 Suður spilar 6♠

Norður

♠ Á872

♥ K102

♦ –

♣ ÁKD1083

Vestur

♠ 4

♥ D8754

♦ ÁK743

♣ G5

Austur

♠ DG5

♥ G96

♦ DG92

♣ 642

Suður

♠ K10963

♥ Á3

♦ 10865

♣ 97

Suður spilar 6♠.

Feðgarnir Karl Sigurhjartarson og Snorri Karlsson unnu yfirburðasigur á árlegu jólamóti Bridgefélags Reykjavíkur, sem í þetta sinn var jafnframt minningarmót um Jón Baldursson sem lést árið 2023 en hefði orðið sjötugur 23. desember sl.

Karl og Snorri tóku forustuna strax í fyrstu umferð og létu hana aldrei af hendi. Í spilinu að ofan fóru þeir létt og leikandi í 6♠. Eftir tvö pöss opnaði Snorri í norður á 1♣ og Karl í suður sagði 1♠. Snorri stökk nú í 4♣, sýndi 4-lit í spaða og góðan laufalit. Karl sagði frá hjartafyrirstöðu með 4♥ og þá fór Snorri í ásaspurningu og sagði síðan 6♠. Tólf slagir voru auðveldir og 1430 gáfu Karli og Snorra nærri 84% skor.

Bjarni Einarsson og Matthías Þorvaldsson urðu í 2. sæti á mótinu og Björn Eysteinsson og Guðmundur Sv. Hermannsson í því þriðja.