Liverpool og Newcastle eiga fjóra af þeim átta leikmönnum sem koma til greina í kjörinu á leikmanni desembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Trent Alexander-Arnold og Mo Salah koma til greina hjá Liverpool og þeir Alexander Isak og Jacob Murphy hjá Newcastle. Morgan Gibbs-White hjá Nottingham Forest, Dean Huijsen leikmaður Bournemouth, Cole Palmer hjá Chelsea og Fulham-maðurinn Antonee Robinson eru einnig tilnefndir.
Þá eru fjórir tilnefndir sem knattspyrnustjóri mánaðarins. Þeir eru Eddie Howe hjá Newcastle, Andoni Iraola hjá Bournemouth, Nuno Espirito Santo hjá Nottingham Forest og Arne Slot hjá Liverpool.
Jarrod Bowen verður ekkert með West Ham næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Liverpool síðastliðinn sunnudag. Bowen var tekinn af velli á 60. mínútu og nú er komið í ljós að miðjumaðurinn er fótbrotinn.