Síðasta haust tók Akademias yfir hugbúnaðarfyrirtækið Avia,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri og annar eigenda Akademias. „Avia er fræðslu- og samskiptakerfi sem yfir 50 vinnustaðir á Íslandi nota í dag. Kerfið heldur utan um rafræna fræðslu, er samskiptakerfi eins og Facebook Workplace og getur jafnframt gegnt hlutverki innri vefs. Avia er veflausn og sem slík ávallt aðgengileg starfsfólki, en flestir vinnustaðir kjósa að láta setja upp fyrir sig snjallforritið (e. app) til þess að efla enn frekar notendaupplifunina,“ segir hann.
Avia hefur haft mikil og jákvæð áhrif á vinnustaði í þjónustu hjá Akademias. „Viðskiptavinum finnst einfaldlega frábært að geta fengið alla þjónustu við rafræna fræðslu á einum stað. Þjónusta Akademias felur í sér Avia fræðslu- og samskiptakerfi. Yfir 190 rafræn námskeið, textuð á fjölmörgum tungumálum. Framleiðslu á klæðskerasniðnum námskeiðum eins og nýliðafræðslu, öryggisnámskeiðum og fleira og fræðslustjóra að láni, það er ráðgjafa sem geta aðstoðað með allt frá greiningu á fræðsluþörfum yfir í að virkja stjórnendur og mótun fræðslumenningar ásamt gerð fræðsluáætlana,“ segir Guðmundur og bætir við að Akademias vinni með yfir 120 vinnustöðum í dag. „Sú þekking sem við búum yfir gerir okkur kleift að hjálpa vinnustöðum með alla þætti fræðslustarfsins og styðja þá í að ná árangri hratt.“
Fjöldi viðskiptavina Avia fræðslu- og samskiptakerfis hefur þrefaldast frá því að Akademias tók við rekstrinum. „Avia er mun hagkvæmara en önnur kerfi á markaðnum. Eins og fyrr segir getur það leyst af hólmi Facebook Workplace og verið innri vefur, ásamt því að vera fræðslukerfi sem skapar gríðarlega mikið hagræði. Það sparar bæði fjármuni og tíma því allir vinnustaðir í þjónustu hafa sinn ráðgjafa hjá Akademias sem aðstoðar við alla þætti fræðslustarfsins.“
Eru einhverjar stefnur og straumar sem þú finnur fyrir í fræðslumálum fyrirtækja núna?
„Almennt finnum við fyrir mikilli tilfærslu hjá vinnustöðum yfir í rafræna fræðslu. Ástæða þess er einföld – rafræn fræðsla býður upp á meiri sveigjanleika og aukna getu vinnustaða til að sníða fræðslustarfið betur að ólíkum þörfum mismunandi hópa og einstaklinga innan vinnustaðarins,“ segir Guðmundur. „Greiningarnar okkar sýna að þeir þættir sem oftast eru ofarlega í fræðsluþörfum vinnustaða eru jákvæð vinnustaðamenning, verkefnastjórnun, samskipti, tækninámskeið og ýmis öryggisnámskeið.“
Því miður of mörg vinnuslys á Íslandi
Vinnustaðir í þjónustu hjá Akademias fá aðgang að öllu rafrænu námsefni sem þeir eiga og búa til á samningstímanum. „Við erum til að mynda að búa til 12 öryggisnámskeið þessa dagana, sum á íslensku og ensku. Sem dæmi má nefna Vinna í hæð, Lokuð rými, Mannleg hegðun, Öryggismat, Öryggismenning, Heitvinna, Orkustjórnun og fleira. Það eru því miður of mörg vinnuslys á Íslandi og má rekja sum þeirra til skorts á öryggisfræðslu. Þess vegna mun Akademias gefa út fjölmörg námskeið á nýju ári sem sérstaklega eru þróuð fyrir vinnustaði þar sem virk öryggismenning þarf að vera, og er, mikilvæg.“
Lærdómshönnun og framleiðslan hjá Akademias vex jafnframt mjög hratt. „Í dag starfar fjölbreyttur 12 manna hópur sérfræðinga við gerð fræðsluefnis. Þrír handritshöfundar sem búa til námskeið með viðskiptavinum, hönnuðir, kvikmyndagerðarfólk, leikarar og hugbúnaðarsérfræðingar sem dæmi,“ segir Guðmundur.
Nýliðafræðsla, þjónustunámskeið og öryggisnámskeið eru algeng verkefni en aðstæður vinnustaða eru ólíkar og endurspeglast það í fjölbreytileika þeirra framleiðsluverkefna sem Akademias sinnir.
Hvað er það nýjasta í Vinnustaðaskóla Akademias?
„Helsta þróunin sem orðið hefur á Vinnustaðaskóla Akademias undanfarin misseri er þéttari þjónusta í þeim skilningi að við erum nú að bjóða vinnustöðum upp á alhliða þjónustu þegar kemur að undirbúningi, skipulagi, utanumhaldi og framkvæmd fræðslu. Auk þess safns rafrænna námskeiða sem Vinnustaðaskólinn felur í sér höfum við meðal annars þróað ferli sem miðar að því að virkja lykilstjórnendur þegar kemur að skipulagi og framkvæmd fræðslu innan vinnustaða. Við höfum þróað enn frekar og bætt greiningartæki okkar hvað greiningu fræðsluþarfa viðkemur og þá höfum við fært út þá þjónustu og þá aðstoð sem fræðslustjórar okkar eru að veita vinnustöðum í dag. Með tilkomu Avia í þjónustuflóru okkar, og allra þeirra þátta sem það kerfi felur í sér, þá lokum við hringnum og gerum vinnustöðum kleift að sækja alla þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda á einum stað,“ segir Guðmundur.
Það vekur athygli að sjá nöfn þekktra leikara á borð við Arnmund Ernst Björnsson sem kynnir Breytingastjórnun, innleiðingu fræðslumenningar. „Akademias er alltaf með nokkra leikara starfandi á hverjum tíma og við fáum einnig leikara í afmörkuð verkefni. Þá eru það sérfræðingar sem búa til námskeiðin en leikarar fengnir til að flytja þau. Annaðhvort fyrir viðskiptavini eða fræðslusafnið okkar, sem allir viðskiptavinir fá aðgang að,“ útskýrir Guðmundur.
„Virkt fræðslustarf skapar meiri verðmæti fyrir viðskiptavini“
Ástæður þess að fyrirtæki ættu að huga vel að fræðslumálum sínum segir Guðmundur margar. „Prósent markaðsrannsóknir, sem dæmi, gerði rannsókn á stjórnendum fyrir nokkrum árum. 67% sögðust ekki skilja ástæðu stefnu vinnustaðarins, 80% sögðu markmið deildarinnar sem þeir stýra vera ótengda stefnunni og 54% sögðust ekki vita til hvers væri ætlast af þeim í starfi svo markmiðum vinnustaðarins væri náð. Illa þjálfað starfsfólk skapar minni verðmæti og einstaklingar sem ætla að vaxa á vinnumarkaði á langri starfsævi þurfa að vera stöðugt að læra,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „Fræðslustarfið er í samkeppni um tímann. Því eldri sem við verðum því minni tíma höfum við. Vinnustaðir sem aðeins opna á fræðslu og hvetja fólkið sitt til að læra þegar tími gefst ná litlum árangri. Flest erum við með fangið fullt í vinnunni og þegar heim er komið taka umönnunarhlutverkin við. Hvergi í dagskránni er auka tími til að læra.“
Þegar við lærum verðum við opnari fyrir nýjungum að sögn Guðmundar. „Við tökumst betur á við breytingar, við vinnum betur með öðrum, sköpunargleði og starfsánægja eykst og við erum lengur í starfinu okkar. Vinnustaðir sem eru með virkt fræðslustarf verða því betri vinnustaðir sem skapa meiri verðmæti fyrir viðskiptavini,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri og annar eigandi Akademias.
Avia hefur haft mjög mikil og jákvæð áhrif á vinnustaði í þjónustu hjá Akademias. Viðskiptavinum finnst einfaldlega frábært að geta fengið alla þjónustu við rafræna fræðslu á einum stað.
Þjónusta Akademias felur í sér:
* Avia fræðslu- og samskiptakerfi.
* Yfir 190 rafræn námskeið – textuð á fjölmörgum tungumálum.
* Framleiðslu á klæðskerasniðnum námskeiðum eins og nýliðafræðslu, öryggisnámskeiðum og fleira.
* Fræðslustjóra að láni, ráðgjafa sem geta aðstoðað með allt frá greiningu á fræðsluþörfum yfir í að virkja stjórnendur og mótun fræðslumenningar ásamt gerð fræðsluáætlana.
Saga Avia
Eins og nafnið gefur til kynna liggja rætur Avia í fluginu. Stofnendur fyrirtækisins störfuðu við þjálfun og námskeiðsgerð í fluggeiranum þegar covid-19-faraldurinn skall á og flug um allan heim stöðvaðist. Aftur á móti opnaði faraldurinn fjölmörg tækifæri til að þjónusta fyrirtæki í öðrum greinum sem nú þurftu að koma fræðsluefni sínu á stafrænt form. Fyrirtækið var formlega stofnað í árslok 2021 og þjónustar í dag um 10.000 notendur hjá fyrirtækjum í fjölbreyttum greinum. Akademias er stolt af því að styðja framúrskarandi íslensk fyrirtæki í að þjálfa starfsfólk sitt í gegnum Avia.