Ferðamennska Tölvuteikning af baðlóninu í Vestmannaeyjum.
Ferðamennska Tölvuteikning af baðlóninu í Vestmannaeyjum.
Stefnt er að því að opna nýtt baðlón og lúxushótel á Skanshöfða í Vestmannaeyjum á árinu 2026. Fram kemur í Eyjafréttum að þetta yrði stærsta og metnaðarfyllsta ferðaþjónustuverkefni í Eyjum frá upphafi

Stefnt er að því að opna nýtt baðlón og lúxushótel á Skanshöfða í Vestmannaeyjum á árinu 2026. Fram kemur í Eyjafréttum að þetta yrði stærsta og metnaðarfyllsta ferðaþjónustuverkefni í Eyjum frá upphafi.

Að baki verkefninu standa hjónin Kristján Ríkharðsson og Margrét Skúladóttir Sigurz. Samkvæmt heimildum blaðsins er fjármögnunin klár.

Baðlónið verður 1.500 fermetrar að flatarmáli og hótelið sem mun rísa því við hlið, Hótel Lava Spring, með 90 herbergi. Talið er að starfsemin muni skapa um 50 störf hið minnsta auk afleiddra starfa.

Í skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Alta gaf út kemur fram að starfsemin sé talin munu hafa veruleg jákvæð áhrif á efnahag og atvinnulíf.

Stefnt er að fyrstu skóflustungu að verkefninu nú í ársbyrjun 2025.

Líklegt er talið að opnun lónsins og hótelsins muni lengja ferðamannatímabilið í Vestmannaeyjum.