Austur Friðrik Ingi stýrir Haukum gegn Hetti á Egilsstöðum í kvöld.
Austur Friðrik Ingi stýrir Haukum gegn Hetti á Egilsstöðum í kvöld. — Ljósmynd/Haukar
Friðrik Ingi Rúnarsson var í gær ráðinn þjálfari karlaliðs Hauka í körfuknattleik og tekur hann við af Maté Dalmay sem var sagt upp í byrjun desember. Friðrik hætti sjálfur með kvennalið Keflavíkur um miðjan desember

Friðrik Ingi Rúnarsson var í gær ráðinn þjálfari karlaliðs Hauka í körfuknattleik og tekur hann við af Maté Dalmay sem var sagt upp í byrjun desember. Friðrik hætti sjálfur með kvennalið Keflavíkur um miðjan desember. Friðrik, sem er 56 ára gamall, er einn reyndasti þjálfari landsins og sá leikjahæsti í efstu deild karla með samtals 574 leiki að baki í deildar- og úrslitakeppni. Hann hefur þjálfað í meistaraflokki frá 1988. Haukar sitja á botni úrvalsdeildarinnar.