Dagmál Þórður Gunnarsson og Björn Ingi Hrafnsson ræða horfurnar.
Dagmál Þórður Gunnarsson og Björn Ingi Hrafnsson ræða horfurnar.
Flokkur fólksins er augljóslega veiki hlekkurinn í ríkisstjórnarsamstarfinu og jafnaugljóst að stjórnarandstaðan muni fyrst og fremst herja á hann. Þetta er mat Þórðar Gunnarssonar hagfræðings og Björns Inga Hrafnssonar blaðamanns

Flokkur fólksins er augljóslega veiki hlekkurinn í ríkisstjórnarsamstarfinu og jafnaugljóst að stjórnarandstaðan muni fyrst og fremst herja á hann.

Þetta er mat Þórðar Gunnarssonar hagfræðings og Björns Inga Hrafnssonar blaðamanns. Þeir fara yfir hvað bíði nýrrar ríkisstjórnar á árinu í Dagmálum, streymi Morgunblaðsins á netinu, sem opið er öllum áskrifendum.

Þeir telja að samstarf Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar verði auðvelt, en örðugra fyrir Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Hún hafi mátt gefa eftir öll sín „ófrávíkjanlegu“ skilyrði fyrir stjórnarþátttöku, en eins veittist Ingu ekki létt að skipta úr hlutverki orðháks í stjórnarandstöðu í yfirvegaðan ráðherra.