Neskaupstaður Lögregluaðgerðir í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum.
Neskaupstaður Lögregluaðgerðir í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum.
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að myrða hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðasta sumar. Ákæran var send til Héraðsdóms Austfjarða 20. desember sl. og verður þingfest í næstu viku

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að myrða hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðasta sumar. Ákæran var send til Héraðsdóms Austfjarða 20. desember sl. og verður þingfest í næstu viku.

Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi ráðist á hjónin á heimili þeirra með hamri og slegið þau margoft með þeim afleiðingum að bæði hlutu mikla áverka á höfði, þ.m.t. höfuðkúpubrot, en hjónin létust bæði af áverkum sínum. Farið er fram á 48 milljónir króna í miskabætur og tæpar 3 milljónir króna í skaðabætur, m.a. vegna útfarar hjónanna.