List Eitt af mörgum strætóskiltum með verkum Horn er við Bankastræti.
List Eitt af mörgum strætóskiltum með verkum Horn er við Bankastræti. — Morgunblaðið/Eggert
Svonefnt Auglýsingahlé Billboard fyrir árið 2025 hófst á nýársdag og lýkur í dag. Fyrirtækið Billboard sér um stafrænar auglýsingar á flettiskiltum og skjáum. Í ár er kynningin helguð listakonunni og Íslandsvininum Roni Horn

Svonefnt Auglýsingahlé Billboard fyrir árið 2025 hófst á nýársdag og lýkur í dag. Fyrirtækið Billboard sér um stafrænar auglýsingar á flettiskiltum og skjáum. Í ár er kynningin helguð listakonunni og Íslandsvininum Roni Horn. Verk Horn verða sýnd á 600 stafrænum skjáum Billboard um allt land, bæði í strætóskýlum og á stórum skjáum við fjölfarnar götur.

Roni Horn er frá New York-borg, en hún hefur síðustu fimm áratugi varið miklum tíma á Íslandi sem hefur haft áhrif á listsköpun hennar. Listaverk Horn eru í eigu margra virtustu safna heims. Á Íslandi hefur sýning hennar Vatnasafn í Stykkishólmi verið opin frá því árið 2007 og í vor opnar hún sýningu í i8 galleríi og í Gallerí Úthverfu á Ísafirði í sumar.

Þetta er í fjórða sinn sem Auglýsingahlé Billboard í samstarfi við Y gallerí og Listasafn Reykjavíkur sýnir myndlist í byrjun árs. Áður hafa listamennirnir Hrafnkell Sigurðsson, Sigurður Ámundason og Haraldur Jónsson tekið þátt í verkefninu.