Endurkoma Berglind Björg Þorvaldsdóttir er komin í Breiðablik.
Endurkoma Berglind Björg Þorvaldsdóttir er komin í Breiðablik. — Morgunblaðið/Eggert
Knattspyrnukonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir er komin í raðir Breiðabliks á nýjan leik. Berglind, sem er 32 ára gamall framherji, þekkir vel til í Kópavoginum eftir að hafa leikið með liðinu stærstan hluta ferilsins

Knattspyrnukonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir er komin í raðir Breiðabliks á nýjan leik. Berglind, sem er 32 ára gamall framherji, þekkir vel til í Kópavoginum eftir að hafa leikið með liðinu stærstan hluta ferilsins. Hún lék síðast með Val en samningi hennar við félagið var rift í október. Alls á hún að baki 203 leiki í efstu deild fyrir Breiðablik, Val, Fylki og ÍBV þar sem hún hefur skorað 141 mark. Þá á hún að baki 72 A-landsleiki og 12 mörk.