Þórólfur Heiðar Þorsteinsson
Þórólfur Heiðar Þorsteinsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ráðherrar í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ráða nú til sín aðstoðarmenn í gríð og erg. Einn þeirra er Jakob Birgisson sem hefur verið helst kunnur sem uppistandari, en hann verður aðstoðarmaður Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra

Ráðherrar í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ráða nú til sín aðstoðarmenn í gríð og erg. Einn þeirra er Jakob Birgisson sem hefur verið helst kunnur sem uppistandari, en hann verður aðstoðarmaður Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra.

Þorbjörg hefur einnig ráðið annan aðstoðarmann, Þórólf Heiðar Þorsteinsson lögfræðing. Hann hefur starfað sem lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu frá 2022, en áður starfaði hann sem lögfræðingur hjá Bankasýslu ríkisins og BBA//Fjeldco.

Ólafur Kjaran Árnason verður Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra áfram til aðstoðar en hann hefur verið aðstoðarmaður hennar sem formanns Samfylkingarinnar. Ólafur er hagfræðingur að mennt og hefur verið virkur í starfi Samfylkingarinnar.

Ingileif Friðriksdóttir verður Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra til aðstoðar. Hún er með BA í lögfræði og hefur m.a. starfað sem blaðamaður á mbl.is og í þáttastjórn á RÚV.