— Skjáskot
Myndband sem á að sýna „fljúgandi furðuhlut“ á Íslandi hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum Reddit. Það var tekið 10. desember í Biskupstungum á síma sem búinn er hitamyndavél, sem gerir ólíkleg fyrirbæri sýnileg með því að nema innrauða geislun

Myndband sem á að sýna „fljúgandi furðuhlut“ á Íslandi hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum Reddit. Það var tekið 10. desember í Biskupstungum á síma sem búinn er hitamyndavél, sem gerir ólíkleg fyrirbæri sýnileg með því að nema innrauða geislun. Myndbandið sýnir kúlu sem ekki sást með berum augum, en notandinn, sem kallar sig Friddi83, sagðist hafa notað myndavélina eftir að hafa fengið á tilfinninguna að fylgst væri með sér. Myndbandið hefur fengið mikið lof á spjallþræðinum r/UFOs, þar sem það þykir sýna fyrirbærið skýrt og vel. Skiptar skoðanir eru þó um það hvort um er að ræða raunverulegan furðuhlut, einhvers konar galla í myndavélinni eða eitthvað annað.

Það má deila um hvað myndbandið sýnir en hægt er að sjá það á K100.is.