Betty Gilpin vestrar sig upp.
Betty Gilpin vestrar sig upp. — AFP/Jamie McCarthy
Vestri Gamli góði vestrinn er á góðri siglingu um þessar mundir og á fimmtudaginn kemur inn á Netflix sería sem ber nafnið American Primeval. Segir þar af nokkrum persónum sem eru á leið yfir óbyggðir Bandaríkjanna árið 1857

Vestri Gamli góði vestrinn er á góðri siglingu um þessar mundir og á fimmtudaginn kemur inn á Netflix sería sem ber nafnið American Primeval. Segir þar af nokkrum persónum sem eru á leið yfir óbyggðir Bandaríkjanna árið 1857. Þeirra á meðal er Sara, leikin af Betty Gilpin, sem er á ferð með ungum syni sínum í þeirri von að ná endurfundum með eiginmanni sínum. Taylor Kitsch leikur Isaac, sem er henni innan handar á ferðalaginu. Indíánar koma að sjálfsögðu við sögu, hermenn, mormónar og fleiri. Einn indíáninn, kona, spyr hvítan karl þessarar áleitnu spurningar: „Hvers vegna eruð þið svona morðglöð?“ Höfundur er Mark L. Smith og leikstjóri Peter Berg.