— Ljósmynd/Efla/Einar Sindri Ólafsson
Vatnshæð hafði aldrei mælst meiri á vatns­hæðarmæl­i Veður­stof­unn­ar á stíflu Flóa­á­veit­unn­ar nærri Brúna­stöðum í Flóa­hreppi en á fimmtudagskvöld. Vatn byrjaði að flæða upp úr ár­far­veg­i Hvítár síðdeg­is á fimmtudag

Vatnshæð hafði aldrei mælst meiri á vatns­hæðarmæl­i Veður­stof­unn­ar á stíflu Flóa­á­veit­unn­ar nærri Brúna­stöðum í Flóa­hreppi en á fimmtudagskvöld. Vatn byrjaði að flæða upp úr ár­far­veg­i Hvítár síðdeg­is á fimmtudag. ­Jókst flæðið mikið fram á gærdaginn áður en það varð stöðugt síðdegis. Vatn rennur bæði meðfram og yfir inn­tak Flóa­á­veitu­­­skurðarins. Hluti vatns­ins renn­ur yfir Brúnastaðaflat­ir. Veðurstofan fylgist með vatnshæðarmæli.

„Það eina sem við getum séð er ef vatnshæðin eykst eða minnkar eða dettur alveg út. Ef hún dettur alveg út þá hefur líklega flætt yfir mælinn og áin rifið hann með sér,“ segir Bjarki Kaldalóns Fri­is, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofunni. anton@mbl.is