Hinn virti plötuútgefandi Sono Luminus mun gefa út verk Önnu Þorvaldsdóttur, Ubique, föstudaginn 28. febrúar. Um er að ræða upptöku með sömu listamönnum og frumfluttu verkið í Carnegie Hall í maí 2023
Hinn virti plötuútgefandi Sono Luminus mun gefa út verk Önnu Þorvaldsdóttur, Ubique, föstudaginn 28. febrúar. Um er að ræða upptöku með sömu listamönnum og frumfluttu verkið í Carnegie Hall í maí 2023. Claire Chase spilar á flautu, Katinka Kleijn og Seth Parker Woods á selló og Cory Smythe á píanó. Verkið hafði verið pantað fyrir verkefni flautuleikarans Chase, Density 2036, en það stendur yfir í 24 ár í aðdraganda þess að hundrað ár verða liðin frá því að Edgard Varèse samdi hinn byltingarkennda flautusóló Density 21.5.