Hvítur á leik.
Hvítur á leik.
Staðan kom upp á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem fór fram fyrir skömmu. Róbert Lagerman (2.193) hafði hvítt gegn Braga Þorfinnssyni (2.282)

Staðan kom upp á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem fór fram fyrir skömmu. Róbert Lagerman (2.193) hafði hvítt gegn Braga Þorfinnssyni (2.282). 39. Df7! Dd1+ 40. Ka2 Dd7 41. Dxf6 Re6 42. He5 Hg8 43. Dxe6 Hf8 og svartur gafst upp um leið. Netmótasyrpan Síminn Invitational hefst sunnudaginn 5. janúar. Umsjón með mótinu er í höndum Rafíþróttasambands Íslands en í nánu samstarfi við Skáksamband Íslands. Beinar útsendingar verða á Símanum Sport. Mótið fer fram með áþekku fyrirkomulagi og á síðasta ári. Undanrásir hefjast kl. 18.00 nk. sunnudag en sjálf 16 manna úrslitin hefjast 12. janúar. Í 16 og átta manna úrslitum er fyrirhugað að hafa sex skáka einvígi – sá vinnur sem fyrr fær 3½ vinning á meðan í undanúrslitum er fyrirhugað að hafa 10 skáka einvígi, sjá nánari upplýsingar á skak.is.