Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, segir að meiðsli Arons Pálmarssonar og Elvars Arnar Jónssonar trufli ekki undirbúning liðsins fyrir heimsmeistaramótið en Ísland leikur þar sinn fyrsta leik 16

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, segir að meiðsli Arons Pálmarssonar og Elvars Arnar Jónssonar trufli ekki undirbúning liðsins fyrir heimsmeistaramótið en Ísland leikur þar sinn fyrsta leik 16. janúar. „Ég reikna með því að þeir verði báðir klárir fyrir fyrsta leik,“ segir Snorri en liðið æfir af kappi hér á landi og leikur síðan tvo vináttuleiki við Svía 9. og 11. janúar. » 36