Búningar Frá frumsýningu Squid Game í Los Angeles í Bandaríkjunum.
Búningar Frá frumsýningu Squid Game í Los Angeles í Bandaríkjunum. — AFP/Apu Gomes
Önnur þáttaröðin af kóreska spennutryllinum Squid Game hefur þegar slegið áhorfendamet á Netflix, en hún var birt í heild sinni á streymisveitunni á annan í jólum. Á aðeins þremur dögum náðu áhorfstölur 68 milljónum en metið yfir mest áhorf í…

Önnur þáttaröðin af kóreska spennutryllinum Squid Game hefur þegar slegið áhorfendamet á Netflix, en hún var birt í heild sinni á streymisveitunni á annan í jólum. Á aðeins þremur dögum náðu áhorfstölur 68 milljónum en metið yfir mest áhorf í frumsýningarvikunni átti þáttaröðin Wednesday sem hafði náð 50,1 milljón spilana. Þetta segir í frétt Deadline.

Þá var Squid Game í efsta sæti á vinsældalistum í 92 löndum yfir þáttaraðir sem ekki eru á ensku. Þrjú ár eru frá því að fyrsta þáttaröðin var frumsýnd. Hún er sú þáttaröð sem oftast hefur verið horft á á Netflix, en alls voru þættirnir spilaðir 265 milljón sinnum á rúmlega 90 dögum. Hún komst síðan aftur á topplistann í vikunni.

Í tilefni af frumsýningunni hafði Netflix ráðist í mikla kynningarherferð og á undanförnum mánuðum hafa sex milljónir aðdáenda tekið þátt í viðburðum rafrænt en 53 þúsund í eigin persónu. Þriðja og síðasta þáttaröðin er sögð væntanleg á næsta ári.