ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng. Organisti er Krisztina Kalló Scklenár.
BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta 5. janúar kl. 11. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Séra Örn Bárður Jónsson prédikar. Frímúrarar úr stúkunni Glitni munu fjölmenna til helgihaldsins í tilefni af 50 ára afmæli stúkunnar. Kammerkór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris organista. Barnamessurnar hefjast að viku liðinni, 12. janúar nk., kl. 11.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Kristján Hrannar Pálsson er organisti og sr. Alfreð Örn þjónar. Íþrótta- og sunnudagaskóli kl. 11. Íþróttastund, saga, söngur og bæn. Súpa og samfélag eftir stundirnar.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, sr. Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Minnum á tónleika Dómkórsins sem verða 6. janúar kl. 20. Kórinn flytur hið undursamlega A Ceremony of Carols op. 28 eftir Benjamin Britten, ásamt Elísabetu Waage hörpuleikara.
GRAFARVOGSKIRKJA | Jassmessa sunnudag kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og Björn Thoroddsen gítarleikari þjóna.
GRENSÁSKIRKJA | Kveðjumessa kl. 11. Séra María G. Ágústsdóttir fráfarandi sóknarprestur og séra Daníel Ágúst Gautason fráfarandi æskulýðsprestur kveðja söfnuði Fossvogsprestakalls. Séra María mun prédika. Séra Þorvaldur Víðisson þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Kirkjukór Grensáskirkju syngur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista. Boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Jólin kvödd. Sr. Sighvatur Karlsson þjónar fyrir altari og prédikar. Ungmennakórinn Bergmál syngur. Organisti er Kári Þormar.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Kvintett syngur. Organisti er Steinar Logi Helgason.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju, syngur undir stjórn organistans Erlu Rutar Káradóttur. Heitt á könnunni og djús í safnaðarheimilinu að messu lokinni.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og fyrsti sunnudagaskóli nýs árs kl. 11. Sara Grímsdóttir leiðir sunnudagaskólann, Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar við messuna ásamt Magnúsi Ragnarssyni organista. Graduale Nobili syngur undir stjórn Agnesar Jórunnar Andrésdóttur kórstjóra. Léttur hádegismatur að messu lokinni.
NESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir stýrir sunnudagaskólanum með Ara Agnarssyni sem leikur undir söng. Hressing og samfélag á Torginu að loknum stundum.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11, Bára og Ásgeir leiða stundina og Tommi spilar á píanóið. Guðsþjónusta kl. 13, sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar, organista.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Ólafur K. Magnússon, ljósmyndari þjóðarinnar og íbúi á Seltjarnarnesi.
Anna Dröfn Ágúststdóttir, sagnfræðingur, talar. Messa kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðarheimilinu.