Orri Hauksson
Orri Hauksson
Áramótablað Viðskiptablaðsins var áhugaverð lesning, ekki síst viðtöl við fólk með ríka reynslu úr atvinnulífinu. Einn þeirra er Orri Hauksson, sem ræddi margt um atvinnulífið og benti á ýmislegt sem betur mætti fara, ekki síst sem snýr að eftirlitsiðnaðinum hér á landi, en honum fékk Orri óþyrmilega að kynnast sem forstjóri Símans.

Áramótablað Viðskiptablaðsins var áhugaverð lesning, ekki síst viðtöl við fólk með ríka reynslu úr atvinnulífinu. Einn þeirra er Orri Hauksson, sem ræddi margt um atvinnulífið og benti á ýmislegt sem betur mætti fara, ekki síst sem snýr að eftirlitsiðnaðinum hér á landi, en honum fékk Orri óþyrmilega að kynnast sem forstjóri Símans.

Orri nefndi að töluverð umræða hefði verið um blýhúðun Evrópureglna, sem þarft væri að taka á. „Hins vegar er eitt vandamál að mínu mati jafnvel enn stærra en reglurnar sjálfar. Það er hvernig innlendar stofnanir framfylgja reglunum af blýþunga, óháð umfangi reglnanna hverju sinni. Eftirlitsstofnanir hafa fengið að vera ríki í ríkinu og framfylgja þessum reglum af hentisemi og á tímaramma sem er í engu samhengi við hjartsláttinn í atvinnulífinu.“

Hann bendir á að fyrirsjáanleika í framkvæmdinni skorti, en í Evrópu og Bandaríkjunum sé víðast hvar fyrirsjáanlegt hvernig regluverkið virki, til að mynda hvaða tíma mál taki. Íslenskar eftirlitsstofnanir taki óratíma í mál og berjist fyrir dómstólum árum saman með miklum kostnaði fyrir fyrirtækin og hið opinbera.

Ætli þarna leynist hagræðingartillaga fyrir nýja ríkisstjórn? Svo virðist vera, en enginn skyldi búast við að henni verði sinnt. Til þess eru stjórnmálamenn of hræddir við ríkisstofnanirnar, eins og Orri nefnir einnig.