Gavin Rossdale yrkir alvörugefna texta.
Gavin Rossdale yrkir alvörugefna texta. — AFP/Oli Scarff
Alvara Gavin Rossdale er ekki að vinna með neitt léttmeti í textunum á nýrri Bush-plötu sem væntanleg er á þessu ári, andlega heilsu. Von felst þó í titlinum, I Beat Loneliness. „Allir glíma við sín vandamál en setja bara upp andlit, arka út í …

Alvara Gavin Rossdale er ekki að vinna með neitt léttmeti í textunum á nýrri Bush-plötu sem væntanleg er á þessu ári, andlega heilsu. Von felst þó í titlinum, I Beat Loneliness. „Allir glíma við sín vandamál en setja bara upp andlit, arka út í daginn og láta honum nægja sína þjáningu,“ segir Rossdale í samtali við miðilinn Voice Of America. „En innra með okkur tifar sprengja – sjálfsvígstíðnin er galin, meðal hermanna, fyrrverandi hermanna og það er staðreynd að karlar eru þrisvar sinnum líklegri til að stytta sér aldur en konur. Fólk líður kvalir. Mitt hlutskipti í þessu lífi er að semja lög um fólk og tilfinningar þess,“ bætir hann við en Bush átti 30 ára útgáfuafmæli í fyrra.