Fátækt Verk Sæmundar Þórs Helgasonar í Nýlistasafninu.
Fátækt Verk Sæmundar Þórs Helgasonar í Nýlistasafninu.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
D-vítamín – Listasafn Reykjavíkur „Fjölbreytni í efnistökum og áherslum er áberandi og við uppsetningu sýningarinnar hefur tekist vel til við að koma því til skila án þess að skapa óreiðu í framsetningu verkanna

D-vítamín – Listasafn Reykjavíkur

„Fjölbreytni í efnistökum og áherslum er áberandi og við uppsetningu sýningarinnar hefur tekist vel til við að koma því til skila án þess að skapa óreiðu í framsetningu verkanna. Sem slík er sýningin því góð úttekt á tíðaranda samtímans.“ HH

Innsýn, útsýn – Listasafn Íslands

„Hér gefst fágætt tækifæri til þess að sjá ógrynni lykilverka í íslenskri listasögu þá og nú, á einum og sama stað.“ MMJ

Rás – Nýlistasafnið

„Sýningin er ljóðræn og falleg í einfaldleika sínum. Hún fellur vel að hugmyndafræði sinni og tengir á áhugaverðan hátt við forsendur sínar.“ HH

Átthagamálverkið – Listasafn Reykjavíkur

„Manni hlýnar um hjartarætur að sjá verk þessarar fjölbreyttu flóru alþýðulistamanna í fínni sýningarsölum landsins jafnfætis „alvöru“ listamönnum.“ MMJ

Afhverju er Ísland svona fátækt? – Nýlistasafnið

„Listheimurinn er jafnmóttækilegur fyrir straumum og stefnum líkt og aðrir kimar samfélagsins og undanfarin misseri hafa loftslagsmál og inngilding átt hug og hjörtu allra. Hér blésu því ferskir vindar.“ MMJ

Er þetta norður? – Listasafn Akureyrar

„Hér hefur tekist að draga saman afar áhugaverða heild myndverka eftir listamenn sem vinna fjarri hver öðrum, listamenn sem eiga það sameiginlegt að túlka reynslu sína frá afskekktum byggðum og sú reynsla hefur oft mótast af kúgun og jaðarsetningu í gegnum tíðina.“ HH

Flóð, Jón Þór Birgisson – Listasafn Reykjavíkur

„Í heildina er þetta sterk og áhrifarík sýning þar sem hljóðvinnsla og skýr mynd- og rýmishugsun skilar sér í sterkri líkamlegri upplifun gesta hennar.“ HH

Usli, Hallgrímur Helgason – Listasafn Reykjavíkur

„Sýningin Usli er mjög vert framtak hjá Listasafninu sem varpar heildstæðu ljósi á líflegan myndlistarmann sem hefur ef til vill fallið í skugga fyrirferðarmeiri rithöfundarferils.“ MMJ

Aðrar sýningar sem vert er að nefna:

•Agnieszka Sosnowska í Sláturhúsinu Egilsstöðum

•Post í Norræna húsinu

•Steingrímur Eyfjörð hjá Listval

•Anna Hrund Másdóttir í Nýlistasafninu

•Hildigunnur Birgisdóttir á Feneyjatvíæringnum og Mokka kaffi