— AFP/Valery Hache
Akstursíþróttakeppnin Dakar Rally í Sádi-Arabíu hófst með látum í gær, 3. janúar, og stendur yfir til 17. þessa mánaðar. Ræst var frá bænum Bisha í suðvesturhluta landsins og keyra keppendur í norður áður en haldið er í vesturhlutann þar sem ekið verður í mark í bænum Shubaytah

Akstursíþróttakeppnin Dakar Rally í Sádi-Arabíu hófst með látum í gær, 3. janúar, og stendur yfir til 17. þessa mánaðar. Ræst var frá bænum Bisha í suðvesturhluta landsins og keyra keppendur í norður áður en haldið er í vesturhlutann þar sem ekið verður í mark í bænum Shubaytah.

Keppni þessi er afar fjölbreytt og þurfa ökumenn og aðstoðarmenn þeirra að keyra yfir sand, möl, grjót og malbik til að komast á leiðarenda. Það mun því bæði reyna á keppendur og ökutæki þeirra. Leiðin er 8.000 km löng.

Þrátt fyrir háan hraða og krefjandi undirlag hefur fram til þessa ekki verið mikið um alvarleg óhöpp, þótt ökutæki hafi mörg farið illa út úr leiknum.

Á myndinni hér til hliðar má sjá heimamann með símamyndavél á lofti þegar keppnisbíll ók hjá.