Hraun Litir renna saman í þessum peysum sem minna Heli á hraun.
Hraun Litir renna saman í þessum peysum sem minna Heli á hraun.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Finnski prjónahönnuðurinn Heli Nikula sló í gegn með peysuuppskrift úr íslenskum lopa fyrir nokkrum árum. Í framhaldinu sendi hún frá sér bókina Villahullu, sem á íslensku merkir eiginlega Ullaræði, en Heli hannar undir finnska nafninu Villahullu

Finnski prjónahönnuðurinn Heli Nikula sló í gegn með peysuuppskrift úr íslenskum lopa fyrir nokkrum árum. Í framhaldinu sendi hún frá sér bókina Villahullu, sem á íslensku merkir eiginlega Ullaræði, en Heli hannar undir finnska nafninu Villahullu. Heli hefur verið áberandi á samfélagsmiðlinum Instagram og er orðin þekkt meðal prjónara um víða veröld. Heli er mikill aðdáandi lopapeysunnar en fer sínar eigin leiðir í mynsturgerð og peysuhönnun. Nú er komin ný bók eftir þessa skapandi finnsku konu, Ullaræði 2 heitir hún, og þar er íslenski lopinn rétt eins og í fyrri bókinni í hávegum hafður. Bókin sú inniheldur á þriðja tug uppskrifta, flestar að heilum peysum sem henta bæði fyrir konur og karla og eru prjónaðar á hefðbundinn hátt, neðan frá og upp. Í bókinni eru líka uppskriftir að sokkum, húfum, vettlingum, vesti, lambhúshettum og kraga.