Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden, er með allra hressustu mönnum á sviði.
Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden, er með allra hressustu mönnum á sviði. — AFP/Maximiliano Luna
Afmæli Iron Maiden fagnar fimmtugsafmæli sínu í ár en þetta ólseiga breska málmband var stofnað í Leyton í Austur-Lundúnum árið 1975. Bandið nýtur enn fádæma vinsælda og mun síst slá af á þessu merkisári en Bruce Dickinson söngvari upplýsti í ávarpi …

Afmæli Iron Maiden fagnar fimmtugsafmæli sínu í ár en þetta ólseiga breska málmband var stofnað í Leyton í Austur-Lundúnum árið 1975. Bandið nýtur enn fádæma vinsælda og mun síst slá af á þessu merkisári en Bruce Dickinson söngvari upplýsti í ávarpi til aðdáenda á samfélagsmiðlum á dögunum að heimstúrinn Run For Your Lives sem hefst í maí komi til með að teygja sig inn á árið 2026. Hann lofar jafnframt ýmsu sem aldrei hefur verið gert áður. Nýr túrtrommari, Simon Dawson, verður með í för en Nicko McBrain er hættur að ferðast.