Poppgoðið og píanóleikarinn Billy Joel, sem seint verður líklega þekktur fyrir sígilt gítarrokk, kom gestum á tónleikum sínum í Elmont, New York, á gamlársdag í opna skjöldu. „Nú ætlum við að fá gest á svið til að taka með okkur næsta lag,“ sagði hann. „Það verður gaman að spila þetta, sérstaklega með þessum gæja. Bjóðið velkominn Jason Bonham. Þið þekkið öll lagið. Það er ekki píanólag.“
Síðan var talið í Led Zeppelin-klassíkina Whole Lotta Love en Jason Bonham er sem kunnugt sonur Johns heitins Bonhams, trymbils Zeppelin, sem lést árið 1980, aðeins 32 ára að aldri, og var jafnframt trommari.
Jason Bonham hefur verið mjög duglegur að halda minningu föður síns á lofti og hefur starfrækt heiðursbandið Jason Bonham’s Led Zeppelin Evening (áður Jason Bonham’s Led Zeppelin Experience) frá árinu 2009.