Norður ♠ ÁKD532 ♥ 5 ♦ Á64 ♣ Á64 Vestur ♠ G74 ♥ K63 ♦ K982 ♣ G108 Austur ♠ 986 ♥ Á972 ♦ G5 ♣ KD93 Suður ♠ 10 ♥ DG1084 ♦ D1073 ♣ 752 Suður spilar 3G

Norður

♠ ÁKD532

♥ 5

♦ Á64

♣ Á64

Vestur

♠ G74

♥ K63

♦ K982

♣ G108

Austur

♠ 986

♥ Á972

♦ G5

♣ KD93

Suður

♠ 10

♥ DG1084

♦ D1073

♣ 752

Suður spilar 3G.

Það eru skiptar skoðanir um hvort reyna eigi þunn geim í tvímenningi. Karl Sigurhjartarson og Snorri Karlsson sem unnu jólamót Bridgefélags Reykavíkur í síðustu viku eru greinilega á þeirri skoðun að sækja eigi fram.

Í spilinu hér að ofan var lokasamningurinn við langflest borð 2-3♠ í NS og níu slagir fengust þegar ♦G kom annar frá austri.

En Karl og Snorri höfðu meiri metnað. Snorri opnaði á 1♠ með norðurspilin og Karl sagði 1G. Snorri stökk þá í 3♠ og Karl ákvað að freista gæfunnar í 3G þótt punktarnir væru ekki margir. Vestur spilaði út fjórða hæsta spilinu frá sínum lengsta og besta lit, ♦2, og Karl fékk slaginn á drottningu. Þegar spaðinn lá 3-3 voru slagirnir orðnir níu.

Fimm pör komust í 3G í NS og við öll borðin var útspilið ♦2. Tvö pörin fengu raunar yfirslag.