Churchill Orðheppinn leiðtogi
Churchill Orðheppinn leiðtogi
Svo reynt sé að snúa út úr orðum Churchills um svo marga sem ættu svo fáum mikla skuld að gjalda í stríðinu, þá mætti segja að sjaldan hafi svo margir Íslendingar viljað bjóða fram þjónustu sína eins og á liðnu ári í kosningum fyrst til forseta og síðan til þings, að ógleymdri biskupskosningu

Svo reynt sé að snúa út úr orðum Churchills um svo marga sem ættu svo fáum mikla skuld að gjalda í stríðinu, þá mætti segja að sjaldan hafi svo margir Íslendingar viljað bjóða fram þjónustu sína eins og á liðnu ári í kosningum fyrst til forseta og síðan til þings, að ógleymdri biskupskosningu.

Það var ótrúlegt hve margir voru þess albúnir að leggja í þessar erfiðu krossferðir, vitandi um þá litlu möguleika sem voru í boði.

Nokkrir lögðu á djúpið í bæði skiptin og það leit jafnvel út fyrir að vera ávanabindandi sviðsljósið, en þótt það hafi blindað um stund komast menn óskemmdir frá borði. Hver gæti svo sem talið upp úr sér forsetaframbjóðendur liðinna kosninga?

Í byrjun nýs árs sitjum við svo með óreyndan meirihluta á þingi, jafn óslípaða stjórnarandstöðu, nýja ríkisstjórn, nýjan forseta og nýjan biskup. Þá verður að ráða landlækni og orkumálastjóra, en sluppum með útvarpsstjórann. Þannig bíður okkar ný jörð og nýir tímar á árinu og enginn veit hvernig Versa veltist.

Sunnlendingur