— Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Jólunum er nú formlega lokið en þrettándinn var haldinn hátíðlegur í gær. Víða um land var flugeldum skotið á loft og kveikt í brennum til að marka lok jólanna, þar á meðal á Húsavík svo sem sjá má að ofan

Jólunum er nú formlega lokið en þrettándinn var haldinn hátíðlegur í gær.

Víða um land var flugeldum skotið á loft og kveikt í brennum til að marka lok jólanna, þar á meðal á Húsavík svo sem sjá má að ofan.

Einnig höfðu brennur verið auglýstar á Akranesi, í Borgarnesi, Fjallabyggð, Dalvík, Egilsstöðum, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og í Reykjavík þar sem brennur voru við Ægisíðu og við Gufunesbæ í Grafarvogi.