Norður ♠ ÁD2 ♥ 10962 ♦ KD9 ♣ 1065 Vestur ♠ G8653 ♥ Á ♦ 7653 ♣ K43 Austur ♠ K1074 ♥ DG8 ♦ 42 ♣ D982 Suður ♠ 9 ♥ K7543 ♦ ÁG108 ♣ ÁG7 Suður spilar 4♥

Norður

♠ ÁD2

♥ 10962

♦ KD9

♣ 1065

Vestur

♠ G8653

♥ Á

♦ 7653

♣ K43

Austur

♠ K1074

♥ DG8

♦ 42

♣ D982

Suður

♠ 9

♥ K7543

♦ ÁG108

♣ ÁG7

Suður spilar 4♥.

Í sveitakeppni opnar suður á 1♥ og spilar síðan 4♥ eftir að norður sýnir áskorunarhönd með 4-litarstuðning. Og vestur spilar út ♠3.

Spilið lítur nokkuð vel út. Sagnhafi þarf að gefa slag á lauf, það er að minnsta kosti óþarfi að reyna að svína ♠D því það er hægt að henda laufi í blindum niður í tígul og trompa eitt lauf. Spilið snýst í raun um trompíferðina, að komast hjá því að gefa þar þrjá slagi. Sagnhafi spilar trompi úr blindum í öðrum slag. Ef austur spilar drottningu eða gosa er óhætt að leggja kónginn á en ef austur lætur áttuna er rétt að setja lítið heima ef vestur skyldi eiga ásinn stakan eins og hér. Fái vestur á drottningu eða gosa er hægt að fara inn í borð á tígul og spila aftur hjarta.

Í tvímenningi kæmi hins vegar til greina að fara upp með ♥K ef austur lætur áttuna þegar hjartanu er spilað fyrst úr borði.