Elskling
„Velgengni myndarinnar kemur ekki á óvart enda er niðurstaðan ótrúlega sterk persónusaga sem hvetur áhorfendur til að líta í eigin barm.“ JGH
Challengers
„Það hefur einfaldlega aldrei verið jafn spennandi að fylgjast með þremur aðalpersónum sem ná aldrei markmiðum sínum.“ JGH
Anora
„[…] ein besta kvikmynd ársins 2024, að mati ofanritaðs, og enn ein rósin í hnappagat hins hæfileikaríka Seans Baker.“ HSS
Zone of Interest
„Óhugnaðurinn er slíkur að orð fá honum varla lýst og því fer bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Jonathan Glazer þá áhrifaríku leið að lýsa hryllingnum heldur með hljóðum en myndum.“ HSS
The Holdovers
„Þótt myndin sé að stórum hluta dramatísk er hún líka bráðfyndin og grátbrosleg.“ HSS
Poor Things
„Leikstjórinn, Yorgos Lanthimos, hættir greinilega ekki að toppa sig og sendir frá sér hvert meistarastykkið á fætur öðru.“ JGH
Iron Claw
„Durkin notar sögu bræðranna sem dæmi til þess að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri varðandi geðheilsu karlmanna.“ JGH
La Chimera
„Það sem Alice Rohrwacher gerir svo vel með Chimera er að gera hana virkilega fallega bæði að utan og innan og það er nauðsynlegt til að gera góða mynd.“ JGH
Dune Part 2
„„Púristar“ sem elska bókaflokkinn munu mögulega ekki sætta sig við þær breytingar sem Villeneuve hefur gert á hinni „helgu bók“ Herberts. Villeneuve til varnar fullyrði ég að breytingar hans gera bókina aðgengilega fyrir allan þorra almennings.“ SGS
The Apprentice
„Með sterku handriti og frábærri leikstjórn er myndin sannfærandi rannsókn á valdi og spillingu.“ JGH
Eftirfarandi kvikmyndir komust líka á lista yfir þær bestu sem rýnt var í á árinu:
Maestro, Priscilla, Love Lies Bleeding, Snerting, Kinds of Kindness, Ljósbrot, Wicked
og Pigen med nålen.
Gagnrýnendur eru: Jóna Gréta Hilmarsdóttir (JGH), Helgi Snær Sigurðsson (HSS)
og Stefán Gunnar Sveinsson (SGS).