Erlendur Gíslason
Erlendur Gíslason
Erlendur Gíslason, lögmaður sem gætir hagsmuna Búseta vegna vöruhússins við Álfabakka 2, segir aðal- og deiliskipulag ekki gera ráð fyrir kjötiðnaði eða öðrum iðnaði á svæðinu. Leiða megi rök að því að annmarkarnir við veitingu byggingarleyfisins geri veitingu leyfisins ógildanlega

Erlendur Gíslason, lögmaður sem gætir hagsmuna Búseta vegna vöruhússins við Álfabakka 2, segir aðal- og deiliskipulag ekki gera ráð fyrir kjötiðnaði eða öðrum iðnaði á svæðinu. Leiða megi rök að því að annmarkarnir við veitingu byggingarleyfisins geri veitingu leyfisins ógildanlega. Við þær aðstæður sé Reykjavíkurborg heimilt að afturkalla leyfið á grundvelli stjórnsýslulaga.

Hann bendir á að fyrirhuguð starfsemi í húsinu endurspegli ekki þá starfsemi sem kveðið sé á um í aðalskipulagi fyrir svæðið, þ.e. fjölbreytta verslun og starfsemi sem þjóna eigi heilum borgarhluta.

„Slík kúvending án formlegrar breytingar á skipulagi hlýtur að vekja spurningar um lögmæti byggingarinnar og fyrirhugaðrar starfsemi í henni.“ » 4