Sambandsdeildin Víkingar þurfa að spila heimaleikinn erlendis.
Sambandsdeildin Víkingar þurfa að spila heimaleikinn erlendis. — Morgunblaðið/Eggert
Víkingar eru í viðræðum við danska félagið Nordsjælland um að leika heimaleik sinn gegn Panathinaikos frá Grikklandi í umspili Sambandsdeildar karla í fótbolta á heimavelli félagsins. Völlurinn er í bænum Farum, rétt utan við Kaupmannahöfn, og er…

Víkingar eru í viðræðum við danska félagið Nordsjælland um að leika heimaleik sinn gegn Panathinaikos frá Grikklandi í umspili Sambandsdeildar karla í fótbolta á heimavelli félagsins. Völlurinn er í bænum Farum, rétt utan við Kaupmannahöfn, og er lagður gervigrasi, en Víkingar vilja helst spila á þannig undirlagi. Leikvangurinn var byggður 2012 og rúmar 9.800 manns. Leikurinn á að fara fram 13. febrúar en sá seinni í Aþenu sjö dögum síðar.